Ábyrgðir vegna tannlæknisverka

 Tannklínikin veitir ábyrgð á tannlækna- og tannsmiðaverkum sem hér segir:


Tannfyllingar
: Allar fyllingar 1 árs ábyrgð.

Undantekningar:

  • Bráðabirgðarfyllingar: aðeins á meðferðar tímabili.
  • Reynslufyllingar: aðeins á reynslutímabili (að hámarki 6 mán.)

 

Rótfyllingar: 1. árs ábyrgð.

Undantekningar:

  • Sprungin rót
  • Auka rótargangar
  • Tilvísun og vinna hjá sérfræðingi

 

Föst tanngervi / postulíns krónur og brýr, allar gerðir allt að 5 ára ábyrgð samkv. eftirfarandi reglum:

  • Á fyrsta ári 100%
  • Ábyrgð minnkar eftir 1 ár um 20% á hverju ári
  • Eftir 5 ár er engin ábyrgð

Undantekningar:

  • Endurlímingar ábyrgð í eitt ár.

 

Gervitennur/ laus tanngervi: 1. árs ábyrgð

Undantekningar:

  • Særindi / eftirmeðferð að meðferð lokinni (sjá almennt)

 

Tannplantar/ implant   Verksmiðju ábyrgð ITI Straumann, Sviss: brotinn tannplanti

Ábyrgð annarra þátta tannplanta vinnu þ.e. smíða hluti  tanngervi sjá almennar reglur.

 

Almennt:

Ef sjúklingur er ekki ánægður með þá þjónustu sem tannlæknar / tannsmiðir Tannklínikin ehf. veita vinsamlegast berið fram kvartanir innan eins mánaðar frá dags. þjónustu að öðrum kosti telst þjónustan ásættanleg.

Allar ábyrgðir falla úr gildi ef sjúklingur hefur ekki mætt í reglulegt eftirlit hjá Tannklínikinni, þ.e. börn og fullorðnir á eins árs fresti eða oftar að mati tannlæknis. Undantekningar eru vegna heilgóma.

Allar ábyrgðir falla úr gildi við hverskonar áverka eða slys.

Tilkynna þarf slys eins fljótt og kostur er á slysadeild.

Ef kemur í ljós að rótfylla þarf tönn eftir að meðferð hennar er lokið, þá þarf að greiða sérstaklega fyrir þá meðferð, en endurgerð fyllingar / smíði er í ábyrgð skv. ofangreindum skilmálum.