Meðferðarmöguleikar

Við bjóðum upp á allar almennar tannlækningar auk tannréttinga með skinnum. Einnig erum við í nánu sambandi við okkar færustu sérfræðinga á sviði tannlækninga.

Hvað er í boði?

Almennar tannlækningar

Forvarnir

Forvarnir er mikilvægasti þáttur tannlækninga og leggjum við ríka áherslu á forvarnir. Dæmi um forvarnarmeðferðir geta verið fræðsla, tannhreinsun, skorufyllingar, flúorlökkun o.fl.

Tannviðgerðir

Almennt er gert við tennur með plastefnum eða öðrum viðurkenndum efnum s.s. postulíni

Útlitstannlækningar

Ekki er eingöngu gert við tennur vegna tannskemmda eða brota. Einnig getur tönnum verið breytt með plastefnum eða postulíni til að bæta útlit tanna. Tannhvíttun er oft gerð ein og sér eða samhliða öðrum meðferðum. Tannréttingar með skinnum eru oft notaðar til að fegra brosið, án víra.

Barnatannlækningar

Góð upplifun barna hjá tannlækni er mjög mikilvæg því hún ræður miklu um góða framtíðar tannheilsu. Í flóknari tilfellum vísum við börnum til barnatannlæknis.

Rótfyllingar

Í sumum tilfellum er þörf á að rótfylla tennur. Við sjáum um alla almenna rótfyllingar vinnu en erum í samstarfi við sérfræðing í rótfyllingum sem við vísum flóknari tilfellum til. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um rótfyllingar á heimasíðu þeirra Radix rótfyllingar

Tannréttingar

Við bjóðum upp á tannréttingar með glærum skinnum frá Clear Correct. Þær henta bæði börnum og fullorðnum og geta komið í stað hefðbundinna spanga. Bókaðu tíma í skoðun til að fá upplýsingar um hvort að tannréttingar með skinnum henti þér. Fyrir frekari upplýsingar bendum við á heimasíðu Clear Correct

Hve langan tíma tekur tannréttingameðferð með skinnum?

 

Meðferðartími fer eftir því hve flókið tilfellið er og hversu góð samvinnan er. Skinnurnar þurfa að vera í munni í a.m.k. 22 klukkustundir á sólarhring til að ná góðum árangri. Flestar meðferðir eru á bilinu 12-24 mánuðir en þær geta einnig verið nokkuð styttri eða lengri eftir atvikum. Bóka þarf tíma í skoðun til að fá frekari áætlun. Hafa skal í huga að tannréttingu er ekki lokið þegar búið er að rétta tennur. Til að tryggja stöðugleika tanna er nauðsynlegt að notast við einhverskonar stuðning í lok meðferðar s.s. stoðboga og/eða stuðningsgóma.

Hvað kostar tannrétting?

Kostnaður við tannréttingu með glærum skinnum getur verið mjög misjafn og fer eftir tilfellum. Hvert tilfelli er metið og kostnaðaráætlun útbúin.

Meðferðir geta kostað frá 300-1100 þús. kr.

Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í greiðslu vegna tannréttinga með skinnum.

Hægt er að dreifa greiðslum yfir meðferðartímann hjá okkur vaxtalaust sé greiddur stofnkostnaður í upphafi meðferðar sem er oft um 300 þús.kr. Sé óskað eftir lengri greiðsludreifingu þarf hún að fara í gegnum þriðja aðila.

Oft er tannrétting gerð í tengslum við aðrar meðferðir s.s. uppbyggingu á tönnum með plastefnum eða postulíni. Sá kostnaður er ekki innifalin í tannréttingarmeðferð.

 

 

Fyrir & eftir

Hægt er að leysa ýmis vandamál með skinnum. Hér má sjá dæmi um mismunandi meðferðir.

Útstæð hliðarframtönn.

Djúpt bit og þrengsli

Gleiðstaða

Þrengsli

Tannsmíði

Þegar tönn er orðin mikið niðurbrotin eða hefur tapast getur verið þörf á að smíða tanngervi. Þessi tanngervi geta verið smíðaðar á eigin tennur, tannplanta eða í alveg tannlaus svæði. 

Við bjóðum einnig upp á ýmsar gerðir af skinnum. Bitskinnur vegna tanngnísturs eða kjálkavandamála. Íþróttaskinnur til að verja tennur við íþróttaiðkun. Hrotuskinnur / kæfisvefnsskinnur.

Tannplantar

Tannplantar koma í stað tanna sem hafa tapast. Tannplanti er títan skrúfa sem þjónar sama tilgangi og rót tannar gegndi áður. Tannplantar eru notaðar við ýmsar lausnir en við erum í samstarfi við Sævar Pétursson munn- og kjálkaskurðlækni. Við bendum á heimasíðu hans til að nálgast frekari upplýsingar um tannplantalausnir, Tannlækningar.is

Króna / brú

Fyrir stakar tennur eru smíðaðar svokallaðar krónur en ef um stærra svæði er að ræða eru smíðaðar svokallaðar brýr þar sem þær eru að brúa tannlaus svæði í munni. Krónur og brýr geta verið smíðaðar á bæði eigin tennur og tannplanta.

Gómar og partar

Þegar um tannlaus svæði er að ræða er hægt að smíða góma eða parta til að bæta fyrir tannmissinn. Gómar og partar geta verið í ýmsum útfærslum. Þeir geta ýmist stuðst við tennur, tannplanta og/eða mjúkvef. Hlutverk þeirr getur verið að bæta fyrir eina tapaða tönn eða sem tanngervi í alveg tannlausan einstakling.